Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Um Hraðbraut

Um skólann
Menntaskólinn Hraðbraut er framsækinn valkostur fyrir metnaðarfulla nemendur. Skólinn er ætlaður duglegu námsfólki sem er tilbúið að vinna markvisst í skemmtilegu námsumhverfi.

Skólinn tók til starfa haustið 2003 en byggir á kennsluformi sem hefur verið þrautreynt áður. Skólinn býður nám til stúdentsprófs á tveimur árum á náttúruvísindabraut og hugvísindabraut.

Skólinn er til húsa að Faxafeni 10 í húsi Framtíðarinnar.

Námsframboð
Menntaskólinn Hraðbraut býður tvær námsbrautir, náttúruvísindabraut og hugvísindabraut.
Við ákvörðun á námsbrautum og námsgreinum er samsetningunni hagað þannig að námið veiti sem bestan undirbúning undir fjölbreytt nám á háskólastigi. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á þeirri áherslu sem lögð er á tjáningu, ensku og stærðfræði en sú áhersla leggur traustan grunn að góðri framhaldsmenntun.
Vegna smæðar skólans og þess hvernig uppbyggingu er háttað er nemendum ekki veitt svigrúm til vals á námsgreinum með sama hætti og oftast er í framhaldsskólum. Námið er bundnara og valkostir í námi við skólann felast aðallega í að velja annaðhvort náttúruvísindabraut og hugvísindabraut.

Staða nemenda að námi loknu
Að námi loknu hafa nemendur lokið stúdentsprófi og öðlast öll þau réttindi sem slíkt próf veitir.

Eigandi
Menntaskólinn Hraðbraut er rekinn af Hraðbraut ehf, kt. 490403-2210

Skólastjóri
Skólastjóri er Ólafur Haukur Johnson.

Sími
565-9500

Fax
565-9501

Tölvupóstur 
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Tölvupóstur Ólafs Hauks Johnson, skólastjóra
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Skóladagatal

<<  Apríl 20  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
    1  2  3  4  5
  6  7  8  9101112
13141516171819
20212223242526
27282930