Fundur stjórnenda Hraðbrautar með foreldrum nemenda við skólann verður fimmtudaginn 7. október kl. 17:00. Nokkrir kennarar við skólann munu einnig mæta. Svarað verður spurningum um skólastarfið.
Að þessum fundi loknum verður aðalfundur Foreldraráðs Menntaskólans Hraðbrautar. Kosin verður ný stjórn félagsins. Hér að neðan eru upplýsingar um núverandi stjórn félagsins ásamt upplýsingum tilgang þess. Óskað er eftir að þeir sem vilja styðja félagið í vetur eða gefa kost á sér í stjórn þess snúi sér til stjórnarinnar.
Foreldraráð Menntaskólans Hraðbrautar
Stjórn: Lilja Norðfjörð, formaður Sími: 691 9911
Hulda Björg Reynisdóttir, meðstjórnandi Sími: 696-1025
Matthías Einarsson, varamaður Sími: 660-4806
Foreldraráð Menntaskólans Hraðbrautar var stofnað 9. september 2008. Tilgangur félagsins skv. lögum þess er:
· Að vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra/forráðamanna.
· Stuðla að aukinni vitund foreldra/forráðamanna um forsjárskyldur sínar og vekja athygli þeirra á réttindum og skyldum þeirra sjálfra og barna þeirra.
· Tryggja öflugt og gott samstarf foreldra/forráðamanna, nemenda og starfsfólks skólans.
· Að vera bakhjarl skólans og auka áhrif foreldra/forráðamanna sem hagsmunahóps um bættan hag og stöðu skólans.
· Hvetja til aukins stuðnings, aðhalds og hvatningar foreldra/forráðamanna við börn sín og nám þeirra.