Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Námið

Skipulag námsins

Skólinn býður nám til stúdentsprófs á tveimur árum en ekki þremur eða fjórum árum eins og venja er í framhaldsskólum. Boðið er upp á tvær námsbrautir, náttúruvísindabraut og hugvísindabraut. Skipulag námsins er með öðru móti en almennt gerist í skólum á fram­haldsskóla­stigi. Skólinn sameinar kosti hins hefðbundna bekkjarkerfis og helstu kosti áfangakerfis. Skólinn starfar á grundvelli bekkjarkerfis að því leyti til að nemendur fylgja sama nemendahópnum allt skólaárið. En námið er að því leyti byggt á áfangakerfi að bóklegu áfangarnir, sem flestir eru fimm (fein) framhalds­skóla­eininga, eru byggðir á námskrá mennta- og menn­ingar­­mála­ráðuneytisins. Náminu í skólanum er síðan skipt í lotur sem hver er sex vikur.

Námsfyrirkomulag

Námið allt fer fram í 13 lotum sem hver er sem næst sex vikur að lengd. Kenndir eru þrír fimm eininga áfangar í senn. Hver lota er fjórar vikur í kennslu og síðan taka við próf sem taka eina viku. Að því loknu er námshlé í eina viku, nema nemandi hafi ekki staðist próf. Nemendur ljúka því oftast 15 einingum í hverri lotu.

Kennslutími í hverri viku

Kennslutími er þannig að kennt er þrjá daga í viku, þ.e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Kennt er hvern þess­ara daga frá kl. 8:30 - 16:05. Farið er hratt yfir námsefnið og því brýnt að nemendur vinni samviskusamlega við námið. Sérstök áhersla er lögð á að hafa allar kennslustundir nákvæmlega skipulagðar. Hver kennslustund er 60 mínútur.

 

Tími:

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Tími:

8.30-9.30

Áfangi 1

Vinna í skólanum

Áfangi 1

Vinna í skólanum

Áfangi 1

8.30-9.30

9.50-10.50

Áfangi 1

Vinna í skólanum

Áfangi 1

Vinna í skólanum

Áfangi 1

9.50-10.50

11.00-12.00

Áfangi 2

Vinna í skólanum

Áfangi 2

Vinna í skólanum

Áfangi 2

11.00-12.00

12.00-12.45

Matarhlé

Matarhlé

Matarhlé

Matarhlé

Matarhlé

12.00-12.45

12.45-13.45

Áfangi 2

Vinna í skólanum

Áfangi 2

Vinna í skólanum

Áfangi 2

12.45-13.45

13.55-14.55

Áfangi 3

Vinna í skólanum

Áfangi 3

Vinna í skólanum

Áfangi 3

13.55-14.55

15.05-16.05

Áfangi 3

Vinna í skólanum

Áfangi 3

Vinna í skólanum

Áfangi 3

15.05-16.05


Námsvinna í skólanum

Þá daga vikunnar sem ekki er skipulögð kennsla, hafa nemendur einnig mætingarskyldu. Þá vinna nemendur „heimavinnuna“ sína, þ.e. þá námsvinnu sem nemendur eiga að vinna á milli kennslustunda og nemendur annarra framhaldsskóla eiga að vinna heima hjá sér. Vinnu­aðstaða er fyrir nemendur þessa daga í kennslustofum skólans. Í stofunum er eftirlitsaðili til þess að tryggt sé að góður vinnufriður haldist. Einnig býðst nemendum hjálp við heimanám þessa daga. Sú þjónusta er veitt af kennurum skólans. Auk framangreindrar námsvinnu í skólanum geta nemendur búist við að þurfa að vinna nokkra heimavinnu.


Staða nemenda að námi loknu

Að námi loknu munu nemendur hafa lokið stúdentsprófi og öðlast þau réttindi sem sam­bærilegt próf veitir úr öðrum framhaldsskólum. Þeir fá sérstakt skírteini sem staðfestir námslok og árangur. Nám við Menntaskólann Hraðbraut er a.m.k. 200 framhaldsskólaeiningar samkvæmt aðal námskrá mennta-og menningar­mála­­­ráðuneyt­isins.

 

Skóladagatal

<<  Apríl 20  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
    1  2  3  4  5
  6  7  8  9101112
13141516171819
20212223242526
27282930