Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Hraðbraut-fréttir

Skýrsla menntamálanefndar Alþingis ásamt athugasemdum

 

Menntamálanefnd Alþingis útbjó fyrir nokkru skýrslu um úttekt Ríkisendurskoðunar á skólanum. Nefndin fer mikinn í hatrömmum og ómálefnalegum pólitískum athugasemdum sem ég hef séð ástæðu til að gera athugasemdir við. Fylgir skýrslan hér með ásamt athugasemdum mínum.

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri

 

 

Til varnar góðum málstað

Heiftarleg pólitísk atlaga er nú gerð að Menntaskólanum Hraðbraut og mér persónulega. Ástæðan er sú að Menntaskólinn Hraðbraut er einkarekinn, en það rekstrarform fer mjög fyrir brjóstið á núverandi menntamálayfirvöldum. Umræðan í fjölmiðlum er á villigötum. Nær einvörðungu er stuðst við frásagnir pólitískra andstæðinga skólans og „fréttir“ fjölmiðla eru nær allar í æsifréttastíl.

Við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu er mikilvægt að við látum ekki æsifréttamennsku og ómálefnalega umræðu afvegaleiða okkur í óþarfar og óréttmætar nornaveiðar. Með þeim hætti mun fjölmörgum tækifærum fórnað og mikil verðmæti verða eyðilögð.

Erfiðlega hefur mér gengið að koma sjónarmiðum mínum á framfæri og hafa athugasemdir mínar við ónákvæman, óábyrgan og oft á tíðum rangan fréttaflutning hafa ítrekað verið hundsaðar. Myndbandið hér að neðan er tilraun mín til að skýra og varpa ljósi á ýmis mál tengd Menntaskólanum Hraðbraut og mér persónulega.

Myndbandið er í níu hlutum og spannar rúmlega 29 mínútur. Hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á einstaka hluta þess með því að smella á tenglana fyrir neðan myndbandið. Að auki er hægt að smella á tengilinn Til varnar góðum málstað hér til hliðar fyrir ítarefni og fylgiskjöl.

Það er einlæg von mín að myndbandið nái að svara spurningum þínum áhorfandi góður. Ef þú hefur frekari spurningar er tengjast skólanum, myndbandinu eða einhverju sem fram hefur komið hér að framan er þér velkomið að senda mér fyrirspurn sem ég mun reyna að svara eftir bestu getu og eins fljótt og auðið er. Netfang mitt er Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Ólafur Haukur Johnson
skólastjóri


Mynbandið í heild
Til varnar góðum málstað


Myndbandshlutar
Til varnar góðum málstað - 1. hluti: Ávarp
Til varnar góðum málstað - 2. hluti: Umframgreiðslur menntamálaráðuneytisins til Menntaskólans Hraðbrautar
Til varnar góðum málstað - 3. hluti: Arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbrautar
Til varnar góðum málstað - 4. hluti: Lánveiting til áhættufjárfestinga
Til varnar góðum málstað - 5. hluti: Rekstrargrundvöllur Menntaskólans Hraðbrautar
Til varnar góðum málstað - 6. hluti: Skólastarfið og árangur nemenda
Til varnar góðum málstað - 7. hluti: Launakjör kennara
Til varnar góðum málstað - 8. hluti: Stjórnunarhættir, Flórídaferðir og löng matarhlé!
Til varnar góðum málstað - 9. hluti: Lokaorð

 

Heiðurslisti 2010-2011

Val á nemendum á heiðurslista Menntaskólans Hraðbrautar skólaárið 2010-2011 fór fram í dag.

Eftirtaldir nemendur voru valdir á listann: Ástrós Ýr Eggertsdóttir, Gadidjah Margrét Ögmundsdóttir, Hulda María Jensdóttir, Inga Bára Guðbjartsdóttir, Kolbeinn Þrastarson,Lea Ösp Höskuldsdóttir, Oddur Eysteinn Friðriksson, Nicole Buot Navarro, Sigríður Líney Gunnarsdóttir og Þórður Páll Fjalarson.

Valið er fyrst og fremst eftir náms­árangri, með hliðsjón af ástundun, samviskusemi og almennu viðhorfi til námsins. Einnig geta valist á listann nemendur sem hafa unnið einstakt og eftirbreytnivert starf fyrir skólann og samnemendur. Skóla­stjórn velur nemendur á listann.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 

 

Hraðbraut sigraði FNV í Morfís

Hraðbraut sigraði FNV í Morfís:

Ræðulið Menntaskólans Hraðbrautar sigraði ræðulið Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS.

Keppnin var haldin föstudaginn 21. janúar í húsakynnum Hraðbrautar.

Umræðuefnið var Sauðárkrókur og Hraðbraut mælti með Sauðárkróki. Með þessum sigri er Hraðbraut kominn í 8 liða úrslit MORFÍS.

 

Leiðrétting

Leiðrétting:

Skólameistarafélag Íslands hefur gert athugasemd við eftirfarandi málsgrein í málsvörn minni: „Laun skólastjóra í ríkisskólum á framhaldsskólastigi eru á bilinu frá 700 þúsund – 1,3 milljónir á mánuði.“ Nákvæmara hefði verið að orða þetta svo: „Laun skólastjóra í framhaldsskólum eru á bilinu frá 700 þúsund – 1,3 milljónir á mánuði,“ enda eiga ofangreind laun upp á kr. 1,3 milljónir við laun skólastjóra sem starfa í skólum sem hafa færst úr því að vera í eigu ríkisins í það að vera í eigu atvinnulífsins. Leiðréttist þetta hér með.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 


Síða 7 af 12

Skóladagatal

<<  Mars 20  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
        1
  2  3  4  5  6  7  8
  9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031