Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Hraðbraut-fréttir

Innritun, útskrift stúdenta og skólasetning næsta haust

Innritun, útskrift stúdenta og skólasetning næsta haust.

Innritun. Eins og nánar kemur fram í frétt hér að neðan gekk innritun vel í skólann. Tveir bekkir verða á fyrra námsári í skólanum næsta vetur. Er það fagnaðarefni.

Útskrift stúdenta verður laugardaginn 9. júlí í Bústaðakirkju kl. 10.30. Stúdentsefni eiga að mæta í kirkjuna eigi síðar kl. 10.00. Þegar skírteini hafa verið afhent verður hópmyndataka af stúdentum.

Skólasetning verður í Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. ágúst 2011 kl. 11.00. Þar verða einnig afhent nauðsynleg gögn fyrir nemendur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 15. ágúst kl. 8.30.


 

Takk!

Takk!

Núna þegar umsóknarfrestur er liðinn er ekki hægt annað en að þakka þeim mikla fjölda hugrakkra ungmenna (og foreldrum þeirra) sem hafa sótt um skólavist í Menntaskólanum Hraðbraut næsta vetur. Atlaga að skólanum og starfinu hefur verið heiftarleg og ómálefnaleg og hefur fælt einhverja frá því að sækja um skólavist. Vegna þess hefur umsóknum fækkað nokkuð frá því sem verið hefur. Engu að síður eru þær á annað hundrað og fyrir það ber að þakka. Ef að líkum lætur verða þær orðnar um 150 fyrir fyrra árið þegar skólastarf hefst um miðjan ágúst. Nú er ákveðið að í skólanum næsta vetur verði tveir bekkir á fyrra námsári og á síðara námsári verða þrír bekkir.

Óneitanlega verður mér hugsað til baka til ársins 2003 þegar skólinn var að hefja göngu sína. Þá var engin reynsla komin á skólastarfið og úrtölumennirnir voru margir. Skólanum var ekki spáð langri framtíð né farsælu starfi. Hvort tveggja reyndist rangt. Skólinn mun þann 9. júlí nk. útskrifa stúdenta í 7. sinn. Hópurinn er glæsilegur sem hefur útskrifast og skólanum til mikils sóma. Við sem stöndum að skólanum erum staðráðin í að berjast fyrir tilvist hans. Við erum sannfærð um að skólinn er mikilvægur valkostur fyrir alla þá sem vilja ljúka stúdentsprófi á skömmum tíma. Fyrir íslensku þjóðina er skólinn langsamlega hagkvæmasti framhaldsskóli landsins og mesta framfaraspor í íslensku framhaldsskólastarfi á síðustu árum.

Við þá sem hafa ákveðið að treysta á skólann næsta vetur vil ég aðeins segja: Takk fyrir traustið.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 

 

Innritun stendur yfir fyrir veturinn 2011-2012

Kynningarbæklingur Umsókn

 

Viltu sækja um skólavist?

Má bjóða þér að sækja um skólavist næsta vetur?

 

Þrátt fyrir harða pólitíska atlögu stjórnvalda að Menntaskólanum Hraðbraut verður skólinn starfræktur með eðlilegum hætti næsta vetur.

Ef þú vilt sækja um skólavist þarftu:


1. Að fylla út umsókn með því að smella á tengilinn til vinstri á síðunni.

2. Að mæta í viðtal í Menntaskólann Hraðbraut.

3. Að hafa meðferðis þegar þú kemur í viðtal:

a. Ef þú ert að koma úr grunnskóla þarftu ekkert að hafa með þér þegar þú kemur í viðtal, en þú sendir okkur afrit af einkunnablaði þínu þegar þú færð það.

b. Ef þú hefur áður stundað nám í framhaldsskóla þarftu að hafa meðferðis upplýsingar um námsferil þinn, bæði lokapróf úr grunnskóla og námsferil í framhaldsskóla.

 

Til að fá frekari upplýsingar getur þú hringt í okkur í síma 565-9500 eða sent okkur tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Skólastarf með eðlilegum hætti næsta vetur

Menntaskólinn Hraðbraut tekur við

nýnemum vegna skólaársins 2011-2012

 

Eigendur Menntaskólans Hraðbrautar hafa ákveðið að haga skólastarfi með eðlilegum hætti veturinn 2011-2012 og taka við umsóknum nýnema á fyrra námsár. Margar fyrirspurnir hafa borist skólanum vegna innritunar og umsóknir eru þegar farnar að berast frá grunnskólanemum sem hyggjast setjast á skólabekk í Hraðbraut í haust.

Þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis við Hraðbraut hefur verið framlengdur til miðs árs 2012. Samningurinn kveður einungis á um kaup ráðuneytisins á þjónustu skólans vegna nemenda á öðru ári en eigendur skólans munu ábyrgjast persónulega áframhaldandi rekstur skólans næsta skólaár bæði gagnvart nemendum sem þjónustusamningurinn tekur til og gagnvart þeim nýnemum sem verða teknir inn á fyrra námsár í haust.

Skólagjald fyrir hvern nemanda verður 249.000 krónur fyrir skólaárið 2011-2012. Það er um 10% hækkun frá því sem verið hefur.

Fréttir af andláti Menntaskólans Hraðbrautar eru því stórlega ýktar! Pólitísk atlaga ráðherra og ráðuneytis mennta- og menningarmála hefur vissulega stórskaðað rekstur skólans og ímynd. Einnig hefur atlaga ráðherra með ósanngjörnum hætti skaðað nemendur skólans og skólastarfið mikið en þrátt fyrir afar ómálefnalega atlögu eru aðstandendur skólans staðráðnir í að láta þessi öfl ekki knésetja sig.

Mikill áhugi og fyrirliggjandi umsóknir staðfesta að Hraðbraut á svo sannarlega tilverurétt, enda geta nemendur lokið þar námi mun fyrr en í öðrum framhaldsskólum, ef þeir kjósa svo.

Eðli máls samkvæmt ættu stjórnvöld líka að kunna að meta það að rekstur Hraðbrautar kostar ríkisjóð minna en rekstur annarra framhaldsskóla í landinu en fram hjá því er horft í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í nafni pólitísks rétttrúnaðar sem þar ríkir.

Fyrir hönd Menntaskólans Hraðbrautar,

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri.

 


Síða 5 af 12

Skóladagatal

<<  Mars 20  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
        1
  2  3  4  5  6  7  8
  9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031