Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Hraðbraut-fréttir

Málfundur fellur niður!

Líkt og fyrr virti hún, Katrín Jakobsdóttir ráðherra, ekki skólann, nemendur, starfsmenn og stjórnendur svars við neðangreindri áskorun. Málfundur með ráðherra fellur því niður.

Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 

 

 

Skorað á ráðherra!

Á mánudag sendi ég Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra neðangreinda áskorun. Svar hefur ekki borist en víst er að málfundurinn, sem ráðherra vonandi fellst á að mæta til, verður áhugaverður fyrir þá sem eru áhugasamir um stöðu Hraðbrautar og þróun framhaldsskólanna.


Áskorun!

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ítrekaðar tilraunir til að ná fundi með þér persónulega um framtíð skólans hafa engan árangur borið. Þar sem alls engin haldbær skýring hefur fengist á synjun ráðuneytisins um að gera nýjan þjónustusamning við skólann skora ég á þig til opins málfundar um málið.

Fundarstaður: Menntaskólinn Hraðbraut.

Fundartími: Fimmtudagur, 15. mars nk. kl. 20.00.

Henti ofangreindur fundartími þér ekki hvet ég þig til að nefna stund sem þér hentar.


Ólafur Haukur Johnson

skólastjóri

 

 

Innritun fyrir haustönn 2012

Innritun fyrir haustönn 2012

Innritun er hafin fyrir haustönn 2012 og stendur til 8. júní nk. Nemendur sem vilja sækja um skólavist í Menntaskólanum Hraðbraut næsta vetur eiga að sækja um hér á heimasíðunni. Ekki er hægt að sækja um í gegnum www.menntagatt.is. Umsókn í Menntaskólann Hraðbraut hefur ekki áhrif á umsóknir í aðra skóla. Nemendur geta því sótt um skólavist hér og sótt um skólavist í tveimur skólum í gegnum www.menntagatt.is.

Stjórnendur Menntaskólans Hraðbrautar vilja taka fram að á þessu stigi er ekki víst að skólinn muni starfa næsta vetur. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, hefur skólinn ekki náð samningum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um fjárstuðning næsta skólaár. Staða þeirra mála mun þó skýrast áður en umsóknarfrestur rennur út þann 8. júní nk.

 

 

 

Opið hús!

Opið hús!

Opið hús verður í Menntaskólanum Hraðbraut fimmtudaginn 15. mars nk., kl. 16.00 – 18.00.

Allir sem vilja kynna sér starf skólans eru hjartanlega velkomnir.

 

 

Heiðurslisti Hraðbrautar 2011-2012

Heiðurslisti Hraðbrautar hefur verið valinn veturinn 2011-2012.

Heiðurslisti nemenda Menntaskólans Hraðbrautar er stofnaður í ljósi þess metnaðar­fulla viðhorfs sem skólinn starfar eftir og í viðleitni til að þjóna afburðanemendum vel. Skólinn vill senda skýr skilaboð um að vel sé tekið eftir nemendum sem sýna framúr­skarandi árangur. Listinn á að vera skólanum og nemendum sem á hann veljast til framdráttar. Valið er á listann fyrst og fremst eftir náms­árangri og með hliðsjón af ástundun, samviskusemi og almennu viðhorfi til námsins. Einnig geta valist á listann nemendur sem hafa unnið einstakt og eftirbreytnivert starf fyrir skólann og samnemendur. Skóla­stjórn velur nemendur á listann. Nemendum sem veljast á listann er veitt 25% endurgreiðsla af skólagjöldum skóla­ársins.

Heiðurslisti Hraðbrautar 2011-2012

Myndin sýnir nemendur heiðurslistans að þessu sinni, en þeir eru frá vinstri: Kolbeinn Þrastarson,  Alexandra Líf Ívarsdóttir, Gadidjah Margrét Ögmundsdóttir, Inga Bára Guðbjartsdóttir, og Sheni Nicole Buot Navarro.

Alexandra Líf Ívarsdóttir tekur við viðurkenningu

Myndin sýnir Ólaf Hauk Johnson skólastjóra afhenda Alexöndru Líf Ívarsdóttur viðurkenninguna. Alexandra Líf er sú yngsta í fjögurra systkina hópi sem öll hafa valið að koma í Menntaskólann Hraðbraut.

 


Síða 3 af 12

Skóladagatal

<<  Mars 20  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
        1
  2  3  4  5  6  7  8
  9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031