Menntaskólinn Hraðbraut

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Hraðbraut-fréttir

Undirritun nýs þjónustusamnings

Undirritun nýs þjónustusamnings

Í dag var undirritaður nýr þjónustusamningur á milli menntamálaráðuneytisins og Hraðbrautar ehf./Menntaskólans Hraðbrautar. Gildir samningurinn til 31. júlí 2011.

Í samningnum segir m.a.: „Á samningstímanum skulu aðilar samningsins vinna að því að tryggja eðlilega samfellu í skólastarfinu og hagsmuni nemenda og starfsfólks.“

Ólafur Haukur Johnson

skólastjóri

 

 

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit

 

Útskrift stúdenta og skólaslit verða í Bústaðakirkju laugardaginn 10. júní kl. 10:30. Stúdentar eiga að mæta kl. 10:00.

 

Yfirlýsing frá starfsfólki Menntaskólans Hraðbrautar

Yfirlýsing frá starfsfólki Menntaskólans Hraðbrautar

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar um fjármál og kjaramál innan Menntaskólans Hraðbrautar vilja undirritaðir starfsmenn skólans beina athyglinni að því jákvæða og uppbyggilega starfi sem fram fer innan veggja hans.

Menntaskólinn Hraðbraut er valkostur í íslenska framhaldsskólakerfinu sem á sér ekki hliðstæðu. Sérstaða skólans er meðal annars fólgin í eftirtöldum atriðum:

· Námið í Hraðbraut tekur tvö ár í stað fjögurra sem er algengast í öðrum framhaldsskólum.

· Námið er byggt upp með lotukerfi og aðeins eru kenndar þrjár kennslugreinar í einu þannig að nemendur geta einbeitt sér að fáum greinum í senn.

· Nemendur fá hefðbundna kennslu þrjá daga vikunnar en stunda sjálfsnám tvo daga og fá þá leiðsögn og aðstoð hjá kennurum skólans.

· Skólinn er lítill og persónulegur þar sem allir eiga þess kost að njóta sín.

Þessi uppbygging, það aðhald og sú athygli sem sérhver nemandi fær gerir það að verkum að Hraðbraut hentar vel góðu námsfólki sem hefur sumt verið haldið námsleiða í grunnskóla þar eð það hefur ekki haft námshraða við hæfi. Jafnframt er skólinn góður valkostur nemenda sem kjósa lítið og persónulegt skólasamfélag, til dæmis vegna eineltis. Auk þess að þjóna nemendum sem koma beint úr grunnskóla hefur Hraðbraut sinnt eldri nemendum sem hafa helst úr lestinni í skólakerfinu. Margir þeirra hafa fundið þá fótfestu í lífinu sem á þurfti að halda með námi í Hraðbraut.

Með þessar forsendur að leiðarljósi viljum við, starfsfólk Menntaskólans Hraðbrautar, leggja áherslu á mikilvægi þess að menntamálaráðuneytið tryggi framtíð skólans svo hann megi starfa um ókomin ár. Í ljósi umræðunnar leggjum við jafnframt áherslu á mikilvægi þess að gengið verði í að leysa þau ásteytingsmál sem upp hafa komið innan skólans og að tryggt verði að fjármál og stjórnsýsla skólans verði opin og gegnsæ.

Virðingarfyllst,

Anna G. Steinsen, tjáningarkennari

Bjarki Bjarnason, íslenskukennari

Björn Hróarsson, jarðfræðikennari

Brynjúlfur Sæmundsson, yfirsetumaður

Einar Magnússon, yfirsetumaður

Friðsemd Dröfn Guðjónsdóttir, enskukennari

Guðríður Hrund Helgadóttir, þýsku- og lífsleiknikennari

Gunnar Petersen, yfirsetumaður

Grétar Birgisson, sögu- og félagsfræðikennari

Haraldur B. Finnsson, yfirsetumaður

Hilmar Pétursson, líffræðikennari

Inga Lára Pétursdóttir, skólaritari

Jóhanna Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Ragnheiður Kristinsdóttir, spænskukennari

Sandra Þóroddsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Sigurður Karl Lúðvíksson, efnafræði – og stærðfræðikennari

Viðar Ágústsson, stærðfræði- og eðlisfræðikennari

Vilborg Reynisdóttir, yfirsetumaður

Þórólfur Jónsson, yfirsetumaður

 

Athugasemd við DV-skrif

Athugasemd við DV-skrif


Í DV í dag, 30. júní, er fullyrt að menntamálaráðuneytið hafi afskrifað „rúmlega 20 milljóna króna skuld Menntaskólans Hraðbrautar þegar samstarfssamningur ríkisins við skólann var endurnýjaður árið 2007, samkvæmt heimildum DV.“

Þetta stenst ekki og er einfaldlega rangt. Mér er alla vega ekki kunnugt um að ráðuneytið hafi afskrifað  neina fjármuni í viðskiptum við skólann.

Í tilefni umfjöllunar DV skal ítrekað að nauðsynlegt var að grípa til ráðstafana til að tryggja sem best hag Hraðbrautar þegar þáverandi eigandi helmingshlutar í Hraðbraut lenti í rekstrarerfiðleikum.  Það gerðist með því að fjárfestingarfélagið Gagn ehf.  tók yfir skuld við Hraðbraut, 50 milljónir króna. Gagn ehf. er yfir 20 ára gamalt félag sem á ekki í greiðsluerfiðleikum. Lánið umrædda er í skilum og af því hafa verið greiddar um 13 milljónir króna í vexti.

Launamál kennara Hraðbrautar blandast inn í umræðuna, að frumkvæði Kennarasambands Íslands. Í tilefni af því skal áréttað að laun kennara skólans eru góð og samkeppnishæf.


Ólafur Haukur Johnson skólastjóri

 

 

 

Yfirlýsing frá skólastjóra

28. júní 2010

Yfirlýsing frá skólastjóra Menntaskólans Hraðbrautar

Í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um málefni Menntaskólans Hraðbrautar í dag vil ég taka eftirfarandi fram:

  1. Þriggja ára þjónustusamningur skólans við ríkið rennur út í lok árs 2010. Nú er gert ráð fyrir að samningurinn verði framlengdur til eins árs.
  2. Menntamálaráðuneytið hefur falið Ríkisendurskoðun að gera úttekt á starfsemi skólans, enda  er kveðið á um heimild til slíkrar úttektar í gildandi þjónustusamningi. Auðvitað er ekkert við það að athuga af hálfu skólans að menntamálaráðuneytið óski eftir úttekt á starfseminni og raunar er hún eðlilegur undanfari endurnýjunar þjónustusamnings.
  3. Fyrir liggur að ríkið greiðir jafn mikið með hverjum stúdent frá Menntaskólanum Hraðbraut og það greiðir með nemanda í ódýrustu framhaldsskólum landsins. Nemendur Menntaskólans Hraðbrautar ljúka hins vegar stúdentsprófi á tveimur árum og koma því mun fyrr út á vinnumarkaðinn en nemendur annarra framhaldsskóla. Okkar nemendur fara því að borga skatta til ríkisins fyrr sem því nemur. Í þessu ljósi er Menntaskólinn Hraðbraut langhagkvæmasti framhaldsskóli landsins.
  4. Laun kennara skólans eru góð og samkeppnishæf. Varaformaður Kennarasambands Íslands hefur hins vegar láta hafa eftir sér að launakjörin séu lakari en í öðrum skólum. Menntaskólinn Hraðbraut og Kennarasambandið eiga nú í viðræðum um kjarasamning fyrir kennara skólans og rétti vettvangurinn til að eiga orðastað við forystu samtakanna um kjaramál er við samningaborð.
  5. Arðgreiðslur til eigenda skólans eru nefndar til sögunnar í fréttum dagsins. Ég tel ekkert athugavert við hvernig staðið  var að málum í þeim efnum og kvíði ekki niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.
  6. Afar mikilvægt er að koma því til skila að úttekt, sem er nær lokið, á faglegu starfi skólans,  leiðir í ljós það er í mjög góðu lagi og metnaður ríkir í starfseminni. Í könnun á meðal grunnnema Háskóla Íslands í apríl 2010 kom fram að 82,4% nemenda, sem komu af Hraðbraut, voru mjög ánægð með undirbúning sinn til háskólanáms. Aðeins nemendur fjögurra annarra framhaldsskóla voru jafn ánægðir með undirbúning sinn.
  7. Skólastarf við Menntaskólann Hraðbraut er og verður með eðlilegum hætti. Stúdentar verða brautskráðir laugardaginn 10. júlí nk. Skólastarf hefst síðan aftur með skólasetningu þann 12. ágúst nk.

Fyrir hönd Menntaskólans Hraðbrautar,

Ólafur Haukur Johnson, skólastjóri

 


Síða 11 af 12

Skóladagatal

<<  Apríl 20  >>
 Mán  Þri  Mið  Fim  Fös  Lau  Sun 
    1  2  3  4  5
  6  7  8  9101112
13141516171819
20212223242526
27282930